Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, meiddist í leik liðsins við Everton í ensku úrvalsdeildinni í október. Liðbönd í hné Van Dijk sködduðust eftir tæklingu frá Jordan Pickford.
Van Dijk fór í aðgerð á hné í kjölfarið og er nú kominn á fullt í endurhæfingu. Það er ekki talið líklegt að hann spili meira á þessu tímabili.
Leikmaðurinn birti myndir úr endurhæfingunni á samfélagsmiðlum í vikunni. Skilaboðin ættu að hughreistandi fyrir stuðningsmenn félagsins en Van Dijk hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin tímabil.
View this post on Instagram
Tímabilið hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig hjá Liverpool. Liðið glímir við mikil meiðslavandræði en þrátt fyrir það er liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir komandi umferð og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.