fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Endurhæfing Van Dijk gengur vel

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 5. desember 2020 13:39

Van Dijk / Mynd: Van Dijk, Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, meiddist í leik liðsins við Everton í ensku úrvalsdeildinni í október. Liðbönd í hné Van Dijk sködduðust eftir tæklingu frá Jordan Pickford.

Van Dijk fór í aðgerð á hné í kjölfarið og er nú kominn á fullt í endurhæfingu. Það er ekki talið líklegt að hann spili meira á þessu tímabili.

Leikmaðurinn birti myndir úr endurhæfingunni á samfélagsmiðlum í vikunni. Skilaboðin ættu að hughreistandi fyrir stuðningsmenn félagsins en Van Dijk hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin tímabil.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk)

Tímabilið hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig hjá Liverpool. Liðið glímir við mikil meiðslavandræði en þrátt fyrir það er liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir komandi umferð og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar
433Sport
Í gær

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso