fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Telur að Guðni hafi fengið símtal um að leita til Lagerback

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 13:00

Endurkoma?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðinu vantar þjálfara og hefur leitin farið af stað, möguleg breyting gæti hafa orðið á hugmyndum KSÍ í gær þegar Lars Lagerback var rekinn frá Noregi.

Lagerback mistókst að koma Noregi inn á Evrópumótið og þá hafa verið læti í kringum hann eftir deilur við framherja liðsins. Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til ársins 2016. Hann náði frábærum árangri með Ísland. Starfið hjá Íslandi er laust um þessar mundir og hafa margir verið orðaðir við starfið, óvíst er hvort KSÍ muni hafa samband við Lagerback og bjóða honum starfið.

Guðni Bergsson ásamt stjórn sambandsins hefur hafið viðræður við nokkra aðila en samkvæmt heimildum eru í kringum fjögur nöfn á óskalista sambandsins.

Rætt var um málið í Dr. Football í dag. „Ég held að Lagerback muni hugsa þetta. Ég veit ekki hvot Guðni muni hugsa þetta. Ég er pottþéttur á því að Guðni hafi fengið símtöl frá sterkum aðilum núna, sem vilja láta Guðna tala við Lagerback,“ sagði Mikael Nikulásson um málið.

Lagerback mistókst að koma Íslandi á HM en kom liðinu á sitt fyrsta stórmót árið 2016. Undankeppni HM hefst í mars fyrir HM í Katar 2022. Dregið verður í riðla fyrir undankeppnina á mánudag.

„EF hann hefði hætt að þjálfa þegar hann hætti með Ísland, þá væri hann kóngur. Tekur við Noregi og gerði allt í lagi hluti, ekki nógu góða. Hann vill örugglega ekki enda þjálfaraferil sinn svona, vera rekinn frá Noregi. Ef Ísland fær þokkalega góðan riðil á mánudaginn og tekið sénsinn, hann gæti sagt já við því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er atvikið sem stuðningsmenn Liverpool eru brjálaðir yfir

Þetta er atvikið sem stuðningsmenn Liverpool eru brjálaðir yfir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Roy Keane: „Þeir munu fara niður sem eitt versta lið í sögunni“

Roy Keane: „Þeir munu fara niður sem eitt versta lið í sögunni“
433Sport
Í gær

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Í gær

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Í gær

Sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool – Neville velur fáa úr United

Sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool – Neville velur fáa úr United
433Sport
Í gær

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar