fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 12:30

Guðni gengur um völlinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands í karlaflokki er í fullum gangi, sambandið hefur rætt við þá aðila sem koma til greina og mun á næstu dögum eða vikum hefja formlegar viðræður við þann aðila sem sambandið vill fá til starfa.

„Það eru í raun engar fréttir að færa yfir því, við erum í miðju ráðningarferli,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ í samtali við okkur í dag.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu hefur sterklega verið orðaður við starfið. Samkvæmt heimildum er sambandið með 3-4 nöfn á sínu blaði og kannar hug þeirra. Arnar er þar á meðal

„Þetta tekur þann tíma sem það þarf að taka, það er reynt að vanda til verka. Við ræðum við þá aðila sem koma til greina, förum í gegnum það ferli. Það tekur einhvern tíma.“

Guðni staðfesti að sambandið hefði rætt við bæði íslenska og erlenda þjálfara um að taka við en hvaða atriði er rætt um í þeim þreifingum. „Bæði hug þeirra aðila til landsliðsins og hvaða hugsjón þeir hafa fyrir starfinu.“

Guðni vonast til þess að sambandið ljúki þessari vinnu fyrir áramót. „Það væri æskilegt að klára þetta á þessu ári, ég held að við ættum að geta náð því. Ef það dregst eitthvað inn á nýtt þá eru bara ástæður fyrir því, við erum að vanda til verka til að fá rétta teymið inn í þetta.“

Erik Hamren lét af störfum í síðasta mánuði, hann ákvað að stíga til hliðar án þess að viðræður færu af stað eftir að honum mistókst að koma liðinu inn á Evrópumótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn