fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Ungstirnið Amanda á leið í nýtt félag á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 12:00

Amanda Andradóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Jacobsen Andradóttir leikmaður FC Nordsjælland í Danmörku mun á næstu dögum yfirgefa félagið. Þetta staðfestir Andri Sigþórsson umboðsmaður og faðir Amöndu við 433.is.

Amanda Andradóttir skrifaði undir samning til tveggja ára hjá liðinu FC Nordsjælland í Danmörku í haust.

Amanda fór fyrst til Danmerkur í fyrra en þar spilaði hún með sterku U-18 liði Fortuna Hjørring. Amanda fagnar 17 ára afmæli sínu á næstunni en hún skoraði eitt mark í dönsku úrvalsdeildinni í ár í átta leikjum.

Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en talsverður áhugi hefur verið frá stærri liðum í Noregi og Þýskalandi síðustu vikurnar. Andri Sigþórsson sagði í samtali við blaðamann að Amanda myndi skrifa undir hjá nýju félagi innan tíðar.

Amanda hefur ekki leikið fyrir A-landslið Íslands en Noregur hefur sýnt því áhuga á að hún spili fyrir þjóðin, en móðir hennar er norsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða