fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Gleðilegt sítt hár: Þetta eru stjörnurnar sem hafa borgað milljónir fyrir nýtt hár

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hárígræðslur eru alltaf að verða betri og betri og karlmenn sem fá skalla ungir að árum fara í ríkara mæli í slíkar aðgerðir. Aðgerðirnar geta rifið rausn- arlega í budduna en þó eru til ódýrari lausnir fyrir þá sem kjósa þær og eru ekki á atvinnumannalaunum.

Atvinnumenn í knattspyrnu hafa oft talsverða fjármuni til að spila úr og þeir líkt og aðrir hafa í meira mæli verið að láta græða á sig hár þegar það fer að þynnast. Áætlað er að hárígræðsluaðgerð geti kostað allt að sex milljónum króna en svo
þarf að halda henni við. Margir tengja Wayne Rooney, markahæsta leikmann í sögu Manchester United og Englands, við hárígræðslur knattspyrnumanna. Rooney fór í sína fyrstu hárígræðslu árið 2011 og hefur síðan þá farið reglulega til að láta halda hárinu við þegar það fer að þynnast aftur.

Hárígræðsla Rooneys þykir hafa tekist vel en hann var ekki orðinn 25 ára gamall þegar hárið var tekið að þynnast allverulega. „Já, ég fór í hárígræðslu. Af hverju ekki?“ tvítaði fótboltamaðurinn eftir aðgerðina, alsæll með árangurinn.

Antonio Conte, þjálfari Inter, á eina frægustu greiðsluna. Hann missti hárið ungur að árum en er með þykkt og gott hár í dag 51 árs gamall. Aðdáendur fótboltamannsins fyrrverandi fylgdust margir hverjir með hárinu hverfa á nokkrum árum en hann fór frá því að vera nauðasköllóttur í að verða síðhærður á stuttum tíma með hjálp tækninnar. Conte ferðaðist til Vancouver í Kanada og undirgekkst aðgerð þar eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að endurheimta hárið á skurðstofu á Ítalíu.

Margir velta því svo fyrir sér hvort sjálfur David Beckham hafi látið laga á sér hárið sem þykir grunsamlega þykkt ennþá en það hefur aldrei fengið staðfest. Hugsanlega eru góð gen þar að verki. En nokkuð ljóst er að flestir á þessum lista hafa fengið aðstoð við að halda í hárið.

WAYNE ROONEY
Aldur:
35 ára
Þjóðerni:
Enskur

ANDROS TOWNSEND
Aldur:
29 ára
Þjóðerni:
Enskur

DIMITAR BERBATOV
Aldur:
39 ára
Þjóðerni:
Búlgarskur

ANTONIO CONTE
Aldur:
51 árs
Þjóðerni:
Ítalskur

DAVID SILVA
Aldur:
34 ára
Þjóðerni:
Spænskur

DAVID BECKHAM
Aldur:
45 ára
Þjóðerni:
Enskur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar