Grétar Snær Gunnarsson hefur gengið til liðs við KR frá Fjölni. Þetta staðfestir KR á Twitter síðu sinni.
Grétar, sem spilaði 17 leiki í Pepsi-Max deildinni með Fjölni á nýafstöðnu tímabili, gerir þriggja ára samning við KR og mun því leika í Pepsi-Max deildinni á næsta tímabili.
Grétar er 23 ára og hefur á sínum ferli leikið með FH, HK, Víking Ólafsvík og Fjölni.
Grétar Snær Gunnarsson hefur samið við KR til þriggja ára, Grétar lék með Fjölni síðastliðið sumar #allirsemeinn pic.twitter.com/3KepZ4anf1
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) November 7, 2020