fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Kona neitaði að heiðra minningu Maradona: „Nauðgari og barnaperri“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paula Dapena knattspyrnukona hjá Viajes Interrias FF á Spáni neitaði að taka þátt í því að heiðra minningu Diego Maradona um helgina. Knattspyrnuheimurinn hefur syrgt einn sinn dáðasta son síðustu daga.

Mínútu þögn var fyrir alla knattspyrnuleiki um helgina og slíkt var líka í næst efstu deild kvenna á Spáni. Viajes Interrias FF og Deportivo Abanca mættust um helgina þar sem Dapena settist á völlinn þegar aðrir voru að minnast Maradona.

„Um leið og ég komst að þessu þá neitaði ég að taka þátt,“ sagði Dapena um málið við AS á Spáni.

Hún heldur því fram að Maradona hafi verið ofbeldismaður, hafi misnotað börn og nauðgað konum. „Ég neitaði að heiðra minningu nauðgara, barnaperra og ofbeldismanns,“ sagði Dapena um málið.

Málið hefur vakið mikla athygli en Maradona lifði skrautlegu lífi utan fótboltans. Hann var hins vegar aldrei dæmdur fyrir nein kynferðisbrot gegn konum eða börnum. Hann var í nokkur skipti sakaður um ofbeldi gegn konum og birtust myndbönd af slíku.

Leikurinn fór illa fyrir Dapena og liðsfélaga hennar sem töpuðu 10-0 gegn Deportivo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zlatan ráðlagði Mbappe að fara til Real Madrid

Zlatan ráðlagði Mbappe að fara til Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Moyes segir heppnina hafa verið með West Ham í liði í dag

Moyes segir heppnina hafa verið með West Ham í liði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dreymir um að giftast stórstjörnunni – Móðir hans tekur það ekki í mál

Dreymir um að giftast stórstjörnunni – Móðir hans tekur það ekki í mál
433Sport
Í gær

Conte bannar tómatsósur en Dyche sektar leikmenn fyrir að gleyma afmæliskökum

Conte bannar tómatsósur en Dyche sektar leikmenn fyrir að gleyma afmæliskökum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær
433Sport
Í gær

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti