fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Messi tileinkaði Maradona mark sitt

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 15:10

Messi fagnar marki sínu í dag / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona vann 4-0 sigur gegn Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi var á meðal markaskorara Barcelona og hann tileinkaði mark sitt landa sínum, Maradona, sem lést á dögunum.

Messi innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu og fagnaði með því að fara úr treyju Barcelona og þá blasti við treyja Newell’s Old Boys. Maradona spilaði með liðinu tímabilið 1993-1994 og Messi spilaði með yngri flokkum félagsins frá 1994-2000 og hélt síðan til Barcelona.

Messi hafði fyrr í vikunni minnst Maradona á samfélagsmiðlum.

„Þetta er sorgardagur fyrir íbúa Argentínu og knattspyrnuna. Hann er farinn en yfirgefur okkur ekki af því að Diego er eilífur,“ er meðal þess sem Messi skrifaði um Maradona.

Martin Braithwaite kom Barcelona yfir með marki á 29. mínútu. Það var síðan Antoine Griezmann sem tvöfaldaði forystu Börsunga með marki á 42. mínútu.

Coutinho bætti við þriðja marki Barcelona á 57. mínútu og það var síðan Lionel Messi sem innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu