fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Fór til kærustunnar og virti engar reglur – „Hann verður valdur að hópsmiti“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 12:45

Jesé og Aurah - Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesé Rodriguez, leikmaður Paris Saint-Germain, er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum PSG þessa dagana eftir að hann hélt á brott til að djamma með kærustunni sinni á meðan liðsfélagar hans töpuðu gegn Monaco. The Sun fjallaði um málið.

Jesé, sem er 27 ára gamall, flaug til Kanaríeyja með einkaflugvél til að fagna 31 árs afmæli kærustu sinnar, Aurah Ruiz. Jesé og Aurah hafa ekki verið í stöðugu sambandi, þau hafa hætt saman og byrjað aftur saman nokkrum sinnum. Nú virðast þau þó vera byrjuð aftur saman.

Það sem gerði stuðningsmenn PSG sérstaklega reiða er sú staðreynd að Jesé virtist ekki vera að virða sóttvarnarviðmið vegna kórónuveirunnar. Hann dansaði með fólki, mikið var um knús og kossa en engar andlitsgrímur voru sjáanlegar. „Rekið hann núna áður en hann verður valdur að hópsmiti,“ sagði einn stuðningsmaður þegar hann sá hvað Jesé var að gera.

Jesé, sem hefur ekki spilað eina mínútu í síðustu sjö leikjum PSG, hefur vakið mun meiri athygli í gegnum árin fyrir líf sitt utan vallar frekar en innan. Samband hans og Aurah Ruiz hefur verið stormasamt og hafa þau bæði verið mikið í fréttum vegna þess.

Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Aurah var ósátt með Jesé í kjölfar veikinda sonarins sem þau eiga saman. Aurah sagði hann vera að bregðast sér þar sem hann var ekki til staðar þegar sonurinn var illa haldinn á sjúkrahúsi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar