fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Rúnar Alex hélt hreinu í sigri Arsenal

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 19:47

Rúnar Alex Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum leikjum í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildinni er lokið. Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í 0-3 sigri Arsenal gegn Molde. Þá voru Arnór og Hörður Björgvin báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem gerði jafntefli við Feyenoord.

Rúnar Alex stóð vaktina í marki enska liðsins Arsenal er liðið heimsótti norska liðið Molde í kvöld. Nicolas Pepé kom Arsenal yfir með marki á 50. mínútu. Reiss Nelson tvöfaldaði síðan forystu Arsenal með marki á 55. mínútu. Það var síðan ungstirnið Folarin Balogun sem innsiglaði 0-3 sigur Arsenal með marki á 83. mínútu. Arsenal er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Þetta var annar leikur Rúnars fyrir félagið.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliðið rússneska liðsins CSKA Moskvu sem gerði 0-0 jafntefli gegn Hollenska liðinu Feyenoord. Hörður spilaði allan leikinn en Arnór var tekinn af velli á 63. mínútu. CSKA Moskva er í erfiðri stöðu í riðlinum, liðið situr í 4.sæti með 3 stig.

Í G-riðli gerði enska liðið Leicester City 3-3 jafntefli við portúgalska liðið Braga í Portúgal. Heimamenn komust yfir með marki á 4. mínútu en Harvey Barnes jafnaði leikinn fyrir Leicester skömmu síðar. Paulinho kom síðan Braga aftur yfir með marki á 24. mínútu. á 79. mínútu jafnaði Luke Thomas leikinn fyrir Leicester. Fransergio virtist hafa tryggt Braga sigur er hann kom liðinu aftur yfir á 90. mínútu en Jamie Vardy náði að jafna leikinn áður en flautað var til leiksloka. Leicester er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 10 stig, Braga er í 2. sæti með 7 stig.

Önnur áhugaverð úrslit voru þau að skoska liðið Celtic steinlá er liðið tapaði 4-1 fyrir Sparta Prag. Þá gerðu Lille og A.C. Milan 1-1 jafntefli.

Fleiri leikir eru á dagskránni í Evrópudeildinni í kvöld. Þar verða Sverrir Ingi Ingason og Albert Guðmundsson í eldlínunni með sínum liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár