fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433

Indriði Áki í Fram og lykilmenn framlengja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 09:29

Mynd/Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði Áki Þorláksson hefur skrifað undir hjá Fram og kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Indriði er ekki ókunnugur Fram því hann lék með liðinu 2015 – 2017. Indriði hittir fyrir hjá Fram tvíburabróðir sinn Alexander en þeir bræður hafa aldrei leikið á sama tíma fyrir sama félag í meistaraflokki.

Hlynur Atli Magnússon hefur verið fyrirliði Fram og skrifaði undir nýjan samning. Hlynur er uppalinn Framari og hefur leikið 152 leiki fyrir Fram í deild og bikar. „Hlynur hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu undanfarin ár og því afa mikilvægt að hann hafi skrifað undir tveggja ára framlengingu samnings,“ segir á vefsvæði Fram.

Jökull Steinn Ólafsson er uppalinn hjá Fram og lék sína fyrstu leiki í deild/bikar fyrir félagið 2018 og hefur síðan þá leikið 38 leiki fyrir Fram í deild og bikar. Jökull getur leyst nokkrar stöður á vellinum og hefur nú skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Fram.

Kyle McLagan kom til Fram á miðju síðasta tímabili og hefur nú gengið frá framlengingu á samningi sínum og verður því með liðinu á komandi tímabili. Kyle kom til Fram frá Roskylde FC í Danmörku þar sem hann lék frá árinu 2018. Hann er miðvörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga