Chelsea vann 1-2 sigur á franska liðinu Rennes í Meistaradeild Evrópu í kvöld og tryggði sér sæti í 16- liða úrslitum keppninnar.
Timo Werner, framherji Chelsea, fékk dauðafæri í upphafi leiks en skaut boltanum hátt yfir markið þrátt fyrir að hafa fengið boltann rétt fyrir utan markteig andstæðingsins.
Peter Crouch, fyrrum framherji Liverpool og Tottenham, var sérfræðingur BT Sport í kvöld og var undrandi á þessu klúðri Werner.
„Hvernig gat hann ekki skorað. Það kemur frábær fyrirgjöf frá hægri kanti og hann á að skora úr svona færi,“ sagði Crouch í útsendingu BT Sport.
What a miss by Timo Werner
pic.twitter.com/QY8ancEJru— FTTV WORLD (@FTTVWORLD) November 24, 2020