fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Snúa við niðurstöðunni úr málum KR og Fram og segja að málið verði að fá meðferð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 16:19

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóma í málum nr. 1/2020 Fram gegn Stjórn KSÍ og nr. 2/2020 KR gegn Stjórn KSÍ. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ fellt úr gildi úrskurði í málum 11/2020 og 12/2020 hjá aga- og úrskurðarnefnd og vísað málunum tveimur aftur til nefndarinnar til efnislegrar meðferðar.

Í niðurstöðukafla dómanna tveggja segir m.a.:
„Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands fer aga- og úrskurðarnefnd annars vegar og áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hins vegar með dómsvald í öllum málum sem koma upp innan vébanda knattspyrnusambandsins og varða málefni sambandsins, aðildarfélaga gegn sambandinu og málefni leikmanna, þjálfara, liðsstjóra, umboðsmanna og öðrum þeim sem eru innan vébanda aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands, sbr. grein 39.2. í lögum KSÍ“

Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 1/2020:
„Með vísan til framangreinds ber aga- og úrskurðarnefnd, sem fyrra dómstigs innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, að taka mál áfrýjanda til efnislegrar meðferðar, og er því úrskurður í máli nr. 12/2020 sem kveðinn var upp 16. nóvember 2020 felldur úr gildi.“

Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2020:
„Með vísan til framangreinds ber aga- og úrskurðarnefnd, sem fyrra dómstigs innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, að taka mál áfrýjanda til efnislegrar meðferðar, og er því úrskurður í máli nr. 11/2020 sem kveðinn var upp 16. nóvember 2020 felldur úr gildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikael á skotskónum er Midtjylland komst á toppinn í Danmörku

Mikael á skotskónum er Midtjylland komst á toppinn í Danmörku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sverrir Ingi stóð vaktina í vörn PAOK í jafntefli

Sverrir Ingi stóð vaktina í vörn PAOK í jafntefli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörtur spilaði er Bröndby tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Danmörku

Hjörtur spilaði er Bröndby tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Danmörku