fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Áhyggjur um tengsl á milli þess að skalla bolta og fá heilabilun

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 20:00

Sara Björk skallar boltann í leik með Wolfsburg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannasamtökin á Englandi setja á laggirnar starfshóp til að skoða nánar höfuðmeiðsli í fótbolta. BBC segir frá.

Starfshópurinn var myndaður í kjölfar andláts Nobby Stiles og greiningar á heilabilun hjá Sir Bobby Charlton.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að verulegar áhyggjur séu um mögulegt samband á milli þess að skalla boltann og að fá heilabilun. „Ef það er samband þarna á milli þurfum við að komast að því fljótt og finna lausn.“

David Moyes, stjóri West Ham, vill að leikmenn af hans kynslóð fari reglulega í skoðun. „Ég hef áhyggjur vegna þess að ég vil að allt verði í lagi í framtíðinni. Ef hægt væri að vera undir eftiliti væri það mjög mikilvægt. Allir myndu líta á það sem góða leið til að horfa fram á við,“ segir Moyes.

Slaven Bilic, stjóri West Brom, segir að banna ætti að skalla boltann á æfingum ef tenging finnst á milli þess að skalla og greinast með heilabilun. „Ef það verður fundið út að skalla boltann tíu sinnum á æfingu geti valdið heilabilun þá skulum við hætta því. Að verið sé að tala um þetta er jákvætt að mínu mati,“ segir Bilic.

Samkvæmt rannsókn frá 2019 kom í ljós að fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu væru 3,5 sinnum líklegri en hinn venjulegi maður til að látast úr heilabilun.

Á Englandi, Skotlandi og Norður Írlandi er börnum 11 ára og yngri óheimilt að skalla boltann. Sambærilegar reglur hafa verið í gildi í Bandaríkjunum frá 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer