fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Sjáðu þegar Hannes Þór gat ekki meir í viðtalinu á Stöð2: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 09:30

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson var gráti næst þegar hann ræddi um framtíð sína með landsliðinu eftir 0-4 tap gegn Englandi í gær. Hann veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta landsleik. Hannes hefur staðið vaktina í markinu í gegnum bestu ár í knattspyrnusögu Ísland. „Ég veit það ekki,“ sagði Hannes við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð2 Sport í gær þegar hann var spurður um hvort þetta hafi verið hans síðasti landsleik.

„Það verður að koma í ljós. Ef það fer svo, þá var þetta góður tímapunktur. Að jafna Birki Kristinsson vin minn í leikjafjölda,“ sagði Hannes við Stöð2Sport sem lék sinn 74 landsleik í gær og jafnaði met Birkis Kristinssonar yfir fjölda landsleikja fyrir markvörð.

Hannes sagði að leikmenn liðsins hefðu farið þetta á hnefanum síðustu daga eftir tapið gegn Ungverjum og felldi tár þegar hann fór að hugsa til baka og í framtíðina.

„Þetta tók mjög á okkur þessi Ungverja leikur, það er búið að taka á að rífa okkur aftur í gang. Það er eins og hafi maður farið þetta á hnefanum, tilfinningarnar eru að koma út núna. Mögulega síðasti leikur hjá mörgum sem hafa spilað saman lengi.“

Hannes bað svo um að viðtalið yrði ekki lengra, hann vildi tíma til að átta sig á stöðu mála en það má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?
433Sport
Í gær

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Í gær

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“