fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Augu heimsins á Ísaki Bergmann – Real Madrid bætist í hópinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bætist í hóp þeirra stórliða sem skoða nú þann möguleika að kaupa Ísak Bergmann Jóhannesson frá Norrköping í Svíþjóð. Þannig segir Expressen í Svíþjóð frá því að Real Madrid hafi fylgst með framgöngu Ísaks síðustu vikur.

Ljóst er að mörg augu verða á þessum 17 ára Íslendingi ef hann fær tækifæri í leik Englands og Íslands á morgun. Þar gæti Ísak þreytt frumraun sína með A-landsliði karla.

Í frétt dagsins segir að Juni Calafat sem er helsti njósnari Real Madrid horfi til þess að fá Ísak Bergmann til Real Madrid. Hann er sá maður sem Real Madrid setur sitt traust á þegar ungir leikmenn eru annars vegar. Hann fékk Martin Odegaard til félagsins.

Real Madrid er ekki eina félagið sem vill Ísak en Manchester United, Liverpool, Juventus og fleiri lið hafa skoðað hann á þessu ári.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að líkur séu á að Norrköping muni selja Ísak Bergmann í janúar, áhuginn sé slíkur að búast má við tilboði frá stóru félagi.

Ísak var spurður að því á dögunum hvert hans draumafélag væri. „Manchester United er mitt félag en Norrköping er draumaklúbburinn minn, ég bjó í Manchester þegar pabbi lék á Englandi og horfði á marga leiki,“ sagði Ísak.

Heimasíðan FotbollDirekt í Svíþjóð, réðst í rannsóknarvinnu á dögunum og telur Norrköping hafa sett verðmiða á Ísak sem ku, í augnablikinu, liggja á milli 50-75 milljónir sænskra króna eða um 780 til 1180 milljónir íslenskra króna.

Dýrasti leikmaðurinn í sögu Allsvenskan er Alexander Isak sem Dortmund keypti frá AIK á 90 milljónir sænskra króna 2017. Næst stærsta salan úr Allsvenskan var Zlatan Ibrahimovic frá Malmö FC til Ajax 2001 á 82 milljónir sænskra króna og áttunda stærsta salan var Arnór Sigurðsson frá Norköping til CSKA Moskvu á 41 milljón sænskra króna árið 2018., Fotbolldirekt telur að það met standa á brauðfótum ef frammistaða og áhugi á Ísaki Bergmann heldur áfram á sömu braut. Íslenska stálið eins og vefmiðiliinn kallar hann, hefur vakið áhuga Liverpool, Man Utd og Juventus og liðsfélagi Ísaks, Jonathan Levi hefur fullyrt. „Það er líklegt að Ísak Bergmann verði fyrstur til að brjóta 100 milljón sænskra króna múrinn,“ sagði Levi (1580 milljónar íslenskra króna) og ber hann liðsfélaga sínum góða söguna.

Hjá Real Madrid eru tveir Íslendingar en það eru þeir Andri Lucas og Daníel Tristan Guðjohnsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ísland fer á EM!

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri