fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
433Sport

„Sorgleg kveðja hinnar fallegu liðsheildar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 06:55

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór varla fram hjá mörgum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missti naumlega af sæti í lokakeppni EM á næsta ári þegar það tapaði fyrir Ungverjum í síðustu viku. Þetta fór ekki fram hjá frændfólki okkar í Danmörku sem gat fylgst með leiknum í beinni sjónvarpsútsendingu. Morten Bruun lýsti leiknum og segir það hafa níst í hjartastað að sjá hina fallegu liðsheild kveðja.

„Þarna lauk tímabili því við sjáum Ísland líklegast ekki aftur í úrslitakeppni á næstunni. Það er ekkert óeðlilegt við að Ísland tapi fyrir Ungverjalandi en það er óeðlilegt að Ísland hafi spilað í úrslitum EM 2016 og HM tveimur árum síðar. Það er mikilvægt að muna það,“ sagði Bruun í samtali við Jótlandspóstinn sem fjallaði um íslenska landsliðið um helgina í grein sem ber fyrirsögnina: „Sorgleg kveðja hinnar fallegu liðsheildar.“

Morten Bruun var sjálfur liðtækur á vellinum. Mynd:Getty

Bruun rifjaði upp leik Íslands og Englands á EM 2016 en þá unnu Íslendingar frækinn sigur, 2-1, gegn ensku stjörnunum. „Ég gleymi þessum leik aldrei. Hann bauð upp á allt. Ísland sýndi að hvers liðsheildin er megnug. Það er svo fallegt og það er það sem aðskilur fótbolta frá tennis. Í fótbolta eru ákveðnar prósentur sem bíða þess að einhver taki þær. Það tókst Íslandi,“ sagði hann.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins er bent á að árangur liðsins í Þjóðadeildinni hafi verið slakur en það sem sé enn mikilvægara sé hvort Ísland þurfi að bíða lengi eftir að komast aftur í úrslitakeppni. Bent er á að meðalaldur leikmanna liðsins sé 31,5 ár. Kjarninn í liðinu hafi spilað saman allt frá því á EM U21 landsliða í Danmörku 2011.

„Þegar maður sér úrslitin þá skilur maður vel að beðið hafi verið með kynslóðaskiptin. Það eru margir leikmenn sem hafa ekki komist að. Sjáið bara að einn yngsti leikmaðurinn er Victor Pálsson. Hann er 29 ára,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Esbjerg.

Ólafur Kristjánsson.

Hann sagði að erfitt væri að breyta þeirri rútínu sem liðið hefur komið sér upp því aðeins séu 10 til 12 landsleikir í boði á ári. „Maður verður að skilja að það getur ekki verið krafa að Ísland komist í allar lokakeppnir. Það eru hæfileikar á Íslandi en ekki jafn margir og í Danmörku. Þeir bestu í landsliðinu fóru allir utan ungir að árum og það sjáum við enn gerast. Það hefur lengi verið eftirspurn eftir hæfileikaríkum Íslendingum í akademíum stóru deildanna,“ sagði Ólafur.

Jótlandspósturinn bendir á að á undanförnum árum hafi leikstíll íslenska liðsins verið vel skilgreindur og sagðist Ólafur telja að ef sú leið verður áfram fyrir valinu þá takist kynslóðaskiptin vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Í gær

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð