fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Kristján Óli skilur ekki þessa ákvörðun Hamren: „Ég hefði viljað hafa Emil Hallfreðsson í hóp“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið var tveimur mínútum frá því að komast inn á Evrópumótið þegar liðið mæti Ungverjalandi í gær. Ísland var 1-0 yfir fram á 88 mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir snemma leiks og staðan var 1-1 allt fram til 88 mínútu þegar Loic Nego jafnaði fyrir gestina. Íslenska liðið fékk svo gott færi til að komast aftur yfir en flóðgáttir höfðu opnast og Dominik Szoboszlai tryggði Ungverjum sigur í uppbótartíma með góðu skoti. Sigur heimamanna staðreynd.

Leikurinn var krufinn til mergjar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins setur út á valið á hópnum, enginn miðjumaður var á bekknum. „Það eru 23 í hóp, tólf varamenn og ekki einn af þeim er hreinræktaður miðjumaður,“ sagði Kristján Óli.

Kristján hefði viljað hafa reynsluboltann Emil Hallfreðsson á bekknum. „Ég hefði viljað hafa Emil Hallfreðsson í hóp, hann hefði heldur betur getað nýst þarna í gær. Hraðinn var búinn að vera fínn en það var farið að hægjast á mönnum. Emil hefði getað komið með ró inn á miðjuna.“

„Það er það eina sem hægt er að gagnrýna þjálfarana, það er að hafa ekki miðjumann í hópnum, við erum með þrjá hafsenta á bekknum.“

Kristján sagði svo að mistök hefðu verið gerð í skiptingu þegar Ari Freyr Skúlason kom inn fyrir Aron Einar Gunnarsson, seint í leiknum. „Stærstu mistökin eru að setja ekki Birki Má inn fyrir Aron og setja Gulla á miðjuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sara Björk eftir að Ísland komst á EM: „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur“

Sara Björk eftir að Ísland komst á EM: „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Ísland fer á EM!
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum
433Sport
Í gær

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima