fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Hataði Benitez fyrir að hafa látið sig yfirgefa Liverpool

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 18:49

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að honum hafi liðið illa eftir að hafa verið látinn yfirgefa félagið og að hann hafi lengi verið reiður út í Rafael Benitez, þáverandi knattspyrnustjóra félagsins.

Benitez tók við Liverpool árið 2004 og fór fljótlega að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum til að koma sínu handbragði á liðið. Hann seldi leikmenn á borð við Michael Owen, Markus Babbel og Danny Murphy til þess að fá inn pening fyrir nýjum leikmönnum.

„Að heyra Benitez segja að minna krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, var erfitt,“ sagði Danny Murphy í viðtali við Drivetime.

Benitez var hreinskilinn við Murphy á þessum tíma og það hafði ekkert upp á sig fyrir leikmanninn að biðja stjórann um að endurhugsa þessa ákvörðun sína.

„Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en hann endurtók bara að minn tími hjá félaginu væri liðinn,“ sagði Murphy.

Murphy bar lengi kala í brjósti til Benitez. Hann sé þó búinn að takast á við reiðina núna.

„Þegar að ég lít til baka þá kann ég að meta hreinskilni knattspyrnustjórans. Ég hataði hann á þessum tíma en ekki lengur. Ég skil hvað lá að baki ákvörðuninni,“ sagði Murphy.

Danny Murphy gekk til liðs við Charlton Athletic og átti seinna eftir að spila fyrir Tottenham, Fulham og Blackburn Rovers.

Liverpool fór vel af stað undir stjórn Benitez, liðið vann Meistaradeildina á hans fyrsta tímabili.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ísland fer á EM!

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri