fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar strákarnir héldu draumnum á lífi – Tveir fá níu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 20:38

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú aðeins einu skrefi frá því að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Liðið vann 2-1 sigur á Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í Laugardalnum í kvöld. Liðið mætir Ungverjalandi ytra í nóvember í hreinum úrslitaleik.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Rúmenar fengu gefins vítaspyrnu í þeim síðari en settu litla pressu á íslenska markið eftir það.

Fyrra mark Gylfa kom á 16 mínútu en eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, snéri Gylfi á leikmann Rúmena og hamraði honum í netið.

Alfreð Finnbogason vippaði svo boltanum inn á Gylfa í því síðara og hann kláraði frábærlega.

Einkunnir eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 7
Steig ekki feilspor í leiknum en hafði líka lítið að gera

Guðlaugur Victor Pálsson 9
Gjörsamlega frábær í leiknum, öflugur í loftinu og stóð vaktina með eindæmum vel í vörninni. Búinn að festa sig í sessi.

Kári Árnason 8
Leiðtogi varnarinnar var í sínu besta formi þrátt fyrir að vera að stíga upp úr meiðslum.

Ragnar Sigurðsson 8
Stóð sig frábærlega og fann sig vel með sínum besta samherja, Kára.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Komst mjög vel frá sínu og virðist vera að eigna sér stöðuna á nýjan leik.

Birkir Bjarnason 7
Hélt miðsvæðinu vel með Aroni Einari og kom boltanum vel frá sér.

Aron Einar Gunnarsson 7
Öflugur á miðsvæðinu og lét höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik ekki hafa áhrif á sig.

Jóhann Berg Guðmundsson (´83) 8
Það góða sóknarlega í fyrri hálfleik innihélt yfirleitt Jóhann og Gylfa, lagði upp fyrsta mark Íslands.

Gylfi Þór Sigurðsson 9 – Maður leiksins
Orð eru óþörf, mörkin tala sínnu máli. Kláraði bæði færin af heimsklassa.

Arnór Ingvi Traustason 7
Gríðarleg vinnsla og vann sig heldur betur inn í leikinn.

Alfreð Finnbogason (´75) 8
Var mjög öflugur, varnarlega var hann fyrsti maður i pressu og stoðsendingin á Gylfa var frábær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland