fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Útvarpsstjórinn hræddi líftóruna úr Rúnari þegar hann brá sér í hlutverk jólasveins

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Arsenal í öruggum 3-0 sigri gegn Dundalk í Evrópudeildinni í gær. Arsenal gerði út um leikinn á nokkurra mínútna kafla. Edward Nketiah skoraði fyrsta mark leiksin á 42. mínútu. Annað mark Arsenal skoraði Joseph Willock á 44. mínútu. Arsenal gátu gengið sáttir til hálfleiks.

Þeir byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þriðja mark Arsenal kom á 46. mínútu. Þar var að verki Nicolas Pépé. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Rúnar Alex getur fagnað góðum sigri í sínum fyrsta leik með Arsenal. Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Rúnar Alex hafði ekki mikið að gera í leiknum en fær fína dóma í enskum blöðum fyrir frumraun sína. „Það er ólíklegt að Rúnar muni hafa minna að gera í næsta leik, þessi íslenski landsliðsmaður var að spila sinn fyrsta leik og það reyndi lítið á hann,“ skrifar London Evening Standard sem gefur Rúnari sex í einkunn.

Getty Images

Útvarpsstjórinn Stefán Eiríksson horfði spenntur á leikinn og rifjaði upp skemmtilega sögu þegar hann lék jólasvein í Belgíu fyrir um 20 árum síðan, þar bjó Rúnar Alex en faðir hans Rúnar Kristinsson lék þá með Lokeren þar í landi.

„Jólin 2000 lék ég jólasvein á jólafögnuði Íslendinga í Belgíu. Það gekk vel að því frátöldu að einn lítill strákur varð skelfingu lostinn þegar jólasveinninn birtist,“ skrifaði útvarpsstjórinn um málið á Twitter.

Drengurinn sem varð hræddur við jólasveininn var Rúnar Alex. „20 árum síðar er Rúnar ALex að leika sinn fyrsta leik með Arsenal, ómeðvitaður um það sem fram kemur á myndinni.“

Færslu Stefáns má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill