fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Davíð Smári hefur unnið magnað starf með Kórdrengi síðustu ár – „Fórnfýsi dugnaður og metnaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 21:19

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meistarar! Það tókst!,“ skrifar Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja í 2. deild karla en liðið hefur nú tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári. Árangur liðsins á síðustu árum í íslenskum fótbolta er hreint magnaður.

Liðið komst upp úr 4. deild karla sumarið 2018 og 3. deild karla sumarið 2019. LIðið var svo efsta lið 2. deildar karla þegar mótið var blásið af í dag af stjórn KSÍ. Kórdrengir hafa því farið upp um þrjár deildir á þremur árum, einstakt afrek.

„Gríðarlega krefjandi og skemmtilegu keppnistímabili er nú lokið og árangurinn er fordæmalaus. Þvílíkt lið og liðsheild sem við erum,“ skrifar Davíð um stöðu mála á Facebook síðu sinni í kvöld.

Davíð er lítt reyndur þjálfari en hefur náð ótrúlegum árangri með Kórdrengi og það hefur vakið mikla athygli. „Það er ekkert nema heiður að fá að starfa með þessum leikmönnum mínum ásamt Andra meðþjálfara og er ég þeim ólýsanlega þakklátur. Fórnfýsi dugnaður og metnaður fyrir þessu verkefni hjá þeim nær engum endi! Stjórn liðsins á líka skilið hrós, þar er metnaðurinn engu minni.“

Kórdrengir er lítill klúbbur en Davíð Smári segir samstöðuna ótrúlega. „Ég held það geri sér fáir grein fyrir stærð klúbbsins eða öllu heldur smæð, þetta er allt svo persónulegt og beint frá hjartanu í öllum þeim sem hér eru. Að kalla okkur fjölskylduklúbb er ekki nægilega lýsandi en þó í áttina! Þetta gekk vonum framar en við heldur betur lögðum inn fyrir því. Endalaus vinna og við uppskárum. Við eigum inni fögnuðinn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu