fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Bjarni um umræðuna og ástandið: „Vona líka að menn hætti að op­in­bera eig­in van­hæfni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 08:25

Skjáskot: K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu veltir steinum í blaði dagsins og skrifar um óábyrgan rekstur hjá mörgum knattspyrnufélögum landsins. Félögin fá á baukinn frá blaðamanninum.

„Ef það er eitt­hvað sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur kennt manni þá er það sú staðreynd að knatt­spyrnu­fé­lög á Íslandi í dag eru ekki rek­in með skyn­semi að leiðarljósi held­ur til­finn­ing­ar,“ skrifar Bjarni Helgason í Morgunblað dagsins.

Bjarni ræðir svo um þá reglugerð sem KSí setti fyrir mótið um að reynt yrði að klára öll mót fyrir 1 desember, vegna kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það hafa mörg félög kallað eftir því að mótið yrði blásið af og reksturinn væri erfiður. Þessi sömu félög höfðu hrúgað til sín erlendu vinnuafli.

„Nú lá það fyr­ir áður en mótið hófst að það gæti gerst að það yrði spilað til og með 1. des­em­ber. Samt keppt­ust lið við að hrúga til sín er­lend­um leik­mönn­um. Sum gengu meira að segja svo langt að lækka ís­lenska leik­menn í laun­um til þess að rýma fyr­ir er­lend­um leik­mönn­um á launa­skránni,“ segir Bjarni og setur svo fram spurningu.

„Af hverju ekki að sækja bara fjóra er­lenda leik­menn í staðinn fyr­ir fimm og gera þá ráð fyr­ir því að þeir geti all­ir klárað tíma­bilið, fari svo að það verði spilað út nóv­em­ber?“

Bjarni vonar að þeir sem hæst láta í sér heyra fari að slaka á. „Ég vona inni­lega að mótið verði klárað, sama hvað. Ég vona líka að menn hætti að op­in­bera eig­in van­hæfni til þess að vera í for­svari fyr­ir íþrótta­fé­lag á Íslandi á sam­fé­lags­miðlum með því að drulla yfir ákvörðun KSÍ um að halda leik áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins