fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Neyðist KSÍ til að blása öll mót af ? – Hertar aðgerðir boðaðar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra boðar hertar aðgerðir í baráttunni við COVID-19 veiruna. Þetta gæti orðið til þess að Íslandsmótin í knattspyrnu verða blásin af.

Stefnt var að því að hefja leik á Íslandsmótunum í knattspyrnu um aðra helgi, en til þess þarf að létta á regluverkinu og leyfa keppnisíþróttir. Veiran virðist aftur á uppleið og vilja yfirvöld herða aðgerðir.

Ef hertar aðgerðir taka gildi gæti það orðið til þess að útilokað verður að klára Íslandsmótin fyrir 1 desember. Í reglugerð KSÍ kemur fram að reynt verði að spila mótin til 1 desember.

„Þetta er þungt að fá og sóttvarnalæknir er að skoða það að mæla fyrir hertum aðgerðum. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum stöðuna vera mjög alvarlega í augnablikinu,“ sagði Víðir um stöðu mála.

Það kemur í ljós fyrir helgi hvernig hertar aðgerðir verða og hvort möguleiki sé á að keppnisíþróttir fái undanþágu eins og tíðkast í flestum löndum í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin