fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
433Sport

Fara ekki út úr húsi nema með lífverði eftir morðhótanir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford markvörður Everton og eiginkona hans fara nú ekki út úr húsi nema með lífvörð sér við hlið. Frá þessu segir enska blaðið Daily Mail.

Pickford og fjölskylda hans hefur fengið mikið af hótunum eftir atvikið í leik Everton og Liverpool fyrir tæpum tveimur vikum. Pickford fór þá í tæklingu á Virgil van Dijk varnarmann Liverpool sem meiddist alvarlega.

Morðhótanir og fleira í þeim dúr hefur ratað til fjölskyldunnar og er fjölskyldan óttasleginn.

Pickford og frú ásamt ungu barni sínu búa í úthverfi Manchester og hefur fjölskyldan fengið lífverði til starfa, þeir vakta heimili þeirra og fylgja þeim ef þau yfirgefa húsið.

Fjölskyldan er sögð hrædd yfir öllum þeim hótunum sem hafa borist og er Pickford sagður staðráðinn í því að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar.

Lífverðirnir hafa ráðlagt hjónunum að birta ekki myndir á samfélagsmiðlum, það geti gefið hugsanlegum ofbeldismönnum hugmynd um hvar þau eru stödd.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“
433Sport
Í gær

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg