fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Fyrsti landsleikur Hólmfríðar síðan 2017

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmfríður Magnúsdóttir byrjaði á bekknum í leik Íslands og Svíþjóðar sem nú er í gangi. Henni var skipt inn á á 71. mínútu fyrir Elínu Mettu Jensen.

Hólmfríður spilaði síðast með landsliðinu í lokakeppni EM árið 2017. Þá var hún í byrjunarliði á móti Austurríki í leik sem tapaðist 3-0. Hólmfríður eignaðist barn árið 2018 og hefur ekki komið inn í landsliðið eftir það.

Hólmfríður samdi við Selfoss árið 2019 og spilaði með þeim í fyrra og í sumar. Hún samdi nýverið við Avaldsnes í Noregi og klárar því ekki tímabilið með Selfoss.

Staðan í leik Íslands og Svíþjóðar er 2-0 Svíþjóð í vil þegar sjö mínútur eru til leiksloka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni