fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Fyrsta tap Íslands í undankeppni EM

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 19:27

Karólína Lea var í byrjunarliði Íslands. Mynd: Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið laut í lægra haldi fyrir Svíþjóð í undankeppni EM í kvöld. Leikið var í Svíþjóð.

Leikurinn skipti bæði lið miklu máli. Liðin eru í harðri baráttu um efsta sæti riðilsins sem gefur sæti á EM.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel. Þær áttu nokkrar góðar sóknir en náðu ekki að ógna marki Svíþjóðar að ráði. Eina markskot Íslenska liðsins í fyrri hálfleik kom á 20. mínútu. Sveindís skallaði boltann inn fyrir sænsku vörnina. Þar var Karólína sem hitti boltann þó ekki vel og lítill kraftur var í skotinu.

Svíþjóð komst yfir á 25. mínútu með marki frá Sofia Jakobsson. Glódís Perla Viggósdóttir gerði sig seka um slakan skalla aftur fyrir sig sem ætlaður var Söndru í markinu. Boltinn rataði ekki á Söndru og Sofia nýtti sér það og setti boltann í markið.

Í síðari hálfleik var róðurinn þungur fyrir Ísland. Svíþjóð komst í 2-0 á 57. mínútu eftir glæsilegt skot rétt fyrir utan teig. Þar var að verki Olivia Schough.

Jón Þór ætlaði sér að setja meiri pressu á sænska liðið og nýtti skiptingar sínar tímalega. Fyrsta skipting leiksins var á 62. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir og Agla María Albertsdóttir komu einnig inn á af bekknum.

Skiptingarnar hleyptu smá lífi í sóknarleik Íslenska liðsins. Þær dugðu þó ekki til. Íslenska liðinu tókst ekki að skora og niðurstaðan var 2-0 tap.

Svíar eru í góðri stöðu með 19 stig á toppi riðilsins. Þær eiga eftir að spila einn leik. Ísland er í öðru sæti með 13 stig. Íslenska liðið á hins vegar tvo leiki eftir.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er þann 26. nóvember. Þá heimsækja þær Slóvakíu. Síðasti leikur liðsins verður þann 1. desember á móti Ungverjalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“