fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Tvö mörk frá Zlatan dugðu ekki til sigurs gegn Roma

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 26. október 2020 21:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A.C. Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic, heldur áfram að skora.Hann skoraði tvö mörk í kvöld og er kominn með 6 mörk í þremur leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Zlatan kom A.C. Milan yfir með marki strax á 2. mínútu leiksins.

Á 14. mínútu jafnaði Edin Dzeko metin fyrir Roma með marki eftir stoðsendingu frá Pellegrini.

Milan komst hins vegar aftur yfir á 47. mínútu með marki frá Alexis Saelemaekers.

Roma fékk vítaspyrnu á 71. mínútu. Jordan Veretout tók spyrnuna og jafnaði leikinn einn á ný fyrir gestina.

Zlatan kom Milan aftur yfir með sínu öðru marki í leiknum úr vítaspyrnu á 79. mínútu.

Leikmenn Roma neituðu hins vegar að gefast upp. Á 84. mínútu jafnaði Marash Kumbulla leikinn fyrir Roma.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, lokatölur 3-3 jafntefli. A.C. Milan er í 1. sæti eftir leikinn með 13 stig eftir 5 leiki. Roma er í 9. sæti með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum