Ronaldinho einn skemmtilegasti knattspyrnumaður sögunnar greindist með COVID-19 veiruna þegar hann mætti Belo Horizonte í Brasilíu um helgina.
Ronaldinho átti að koma fram á viðburði í Belo Horizonte en hann er byrjaður að láta til sín taka eftir að hafa losnað úr fangelsi. „Ég fór í próf og er með veiruna, mér líður samt vel. Ég hef ekki einkenni en við verðum að fresta þessum viðburði,“ sagði Ronaldinho.
Ronaldinho var settur í fangelsi í Paragvæ í upphafi þessa árs þegar hann kom til landsins með falsað vegabréf.
Ronaldinho var árið 2018 á heimili sínu þegar lögreglan mætti, hann skuldaði skattinum um 300 milljónir og hafði ekki borgað. Tveir bílar og málverk voru tekinn af heimili hans, reynt var að ná upp í sektina.
Sektin hans við skattinn hækkaði svo og skömmu síðar voru 57 fasteignir í eigu Ronaldinho, teknar af honum. Ronaldinho var með vegabréf frá Spáni og Brasilíu, bæði voru tekinn af honum á meðan skuld hans við skattinn var ekki kláruð.
Hann var svo gómaður með falsað vegabréf og þurfti að sitja í fangelsi en losnaði þaðan út á dögunum og hefur hafið eðlilegt líf í heimalandinu.