Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö þegar liðið tók á móti IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.
Anders Christiansen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Malmö úr vítaspyrnu á þriðju mínútu. Pontus Wernbloom jafnaði metin fyrir Gautaborg á 23. mínútu. Malmö komst aftur yfir á 35. mínútu með marki frá Ola Toivonen.
Andre Calisir, fyrirliði IFK Gautaborg, varð fyrir því óláni á 64. mínútu að skora sjálfsmark. Fleiri urðu mörkin ekki og 3-1 heimasigur Malmö staðreynd.
Malmö er á toppi deildarinnar með 50 stig, tíu stigum meira en næsta lið. IFK Göteborg er í 13. sæti með 24 stig.
Malmö FF 3 – 1 IFK Göteborg
1-0 Anders Christiansen (3′)(Víti)
1-1 Pontus Wernbloom (23′)
2-1 Ola Toivonen (35′)
3-1 Andre Calisir (64′)(Sjálfsmark)