Aston Villa tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 0-3 útisigri Leeds.
Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur þrátt fyrir að hvorugu liðinu tókst að skora. Í seinni hálfleik gerðust hlutirnir og fyrsta mark leiksins kom á 55. mínútu. Patrick Bamford kom þá knettinum í netið eftir skyndisókn. Á 67. mínútu bætti Bamford við sínu öðru marki með góðu skoti rétt fyrir utan teig. Bamford fullkomnaði þrennuna á 74. mínútu. Hann kom boltanum snyrtilega í netið eftir fallegt spil liðsfélaga hans.
Eftir leikinn er Aston Villa í öðru sæti með 12 stig og Leeds í því þriðja með 10 stig.
Aston Villa 0 – 3 Leeds
0-1 Patrick Bamford (55′)
0-2 Patrick Bamford (67′)
0-3 Patrick Bamford (74′)