fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Hetjusaga Marcus Rashford – Nýtir rödd sína til að hjálpa þeim sem minnst mega sín

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford sóknarmaður enska landsliðsins hefur barist við yfirvöld í Bretlandi um að gefa börnum að borða sem búa við fátækt. Rashford hefur látið í sér heyra um að börn sem fá máltíðir í skólum verði einnig að fá að borða þegar frí er í skólum.

Vetrarfrí er í skólum Bretlands á næstunni og hefur Rashford haft miklar áhyggjur af því að fjöldi barna fái ekki mat á þeim tíma. Hann grátbað stjórnvöld um að tryggja þeim máltíðir en þingið í Bretlandi hafnaði því.

Rashford hefur því tekið málin í sínar hendur og hefur fengið veitingastaði út um allt Bretland til að bjóða upp á fríar máltíðir fyrir börn sem lifa við fátækt.

Framherjinn gengur hart fram enda þekkir hann það á eigin skinni að vera ungur og svangur. „Börnin eru ekki bara svöng, þau fara líka að efast um eigið ágæti,“ sagði Rashford þegar hann reyndi að sannfæra stjórnmálamenn um það rétta í stöðunni.

Talið er að 1,4 milljón barna í Bretlandi þurfi aðstoð við það að fá mat á disk sinn. Rashford ólst upp í Wythenshawe í Manchester þar sem mikil fátækt er.

Móðir hans Mel var einstæð og átti fimm börn, hún var í fullri vinnu en það komu ekki inn nægir fjármunir svo að allir gætu fengið að borða öllum stundum. „Ég man eftir því að vera svangur,“ sagði Rashford.

„Ég vissi vel að mamma lagði allt á sig, ég kvartaði aldrei. Ef það var matur til, þá var matur. Ef það var ekki til peningur fyrir mat þá átti ég vini þar sem ég gat mögulega fengið að borða.“

Rashford segir að það sé mikilvægt fyrir sig að nota rödd sína sem einn þekktasti knattspyrnumaður Bretlands. „Þetta er mér mjög mikilvægt, ég veit hvað fjölskyldur eru að ganga í gegnum. Ég var í þessum sömu sporum og það er erfitt að komast úr þeim.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði
433Sport
Í gær

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum
433Sport
Í gær

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“