Breiðablik er ganga frá kaupum á efnilegum leikmanni Hauka en Arnar Númi Gíslason ætti að skrifa undir hjá félaginu á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Hjörvars Hafliðason í Dr. Football hlaðvarpsþættinum í dag.
Arnar Númi á tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka og því þarf Breiðablik að borga fyrir þennan 15 ára pillt.
Arnar Númi hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Haukum í 2 deild í sumar og hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða og leikni.
Arnar Númi hefur vakið áhuga erlendra liða og var meðal annars til reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku á síðasta ári.
Arnar er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður en hann á að baki fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.
Hér að neðan eru helstu tilþrif Arnars Núma á þessu ári.