Edinson Cavani og Harry Maguire ferðuðust ekki með Manchester United til Parísar í gær fyrir leikinn gegn PSG í kvöld í Meistaradeild Evrópu.
Maguire var tæpur fyrir leik United gegn Newcastle á laugardag en spilaði og skoraði í 1-4 sigri í ensku úrvalsdeildinni.
Cavani mætti á sína fyrstu æfingu í fyrradag eftir tveggja vikna sóttkví en Cavani spilaði síðast fótboltaleik í febrúar. Cavani er 33 ára gamall og þarf eflaust smá tíma til að komast sér í form eftir langa fjarveru frá leiknum.
Þá er Mason Greenwood enn frá en ekki hefur komið fram hvernig meiðsli eru að hrjá hann. Sökum þess að Harry Maguire er ekki leikfær verður það Bruno Fernandes sem verður fyrirliði United.
Það kom Fernandes í opna skjöldu þegar hann frétti af þessu á fréttamannafundi með Ole Gunnar Solskjær í gær í París, þar fékk hann fyrst fréttirnar af því að hann yrði fyrirliði.
Viðbörgð hans segja alla söguna.
GIF of the moment Bruno Fernandes found out he will skipper #MUFC against PSG pic.twitter.com/Kc9e5sy0rj
— Simon Peach (@SimonPeach) October 19, 2020