Síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Nýliðar Leeds tóku á móti Wolves.
Leiknum lauk með 0-1 sigri gestanna. Raúl Jiménez skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu.
Eftir leikinn er Wolves í sjötta sæti með níu stig og Leeds í því tíunda með sjö stig.
Leeds 0 – 1 Wolves
0-1 Raúl Jiménez (70′)