fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Sagan um Wenger, Welbeck og páfann

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 17. október 2020 15:27

Arsene Wenger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, sagði frá skemmtilegri sögu í hlaðvarpsþættinum Ornstein and Chapman.

Fyrir lokadag félagssskiptagluggans árið 2014 virtist allt stefna í að Danny Welbeck, þáverandi leikmaður Manchester United, færi til Tottenham, erkifjenda Arsenal. Wenger vildi fá leikmanninn til Arsenal.

Á lokadegi félagsskiptagluggans vaknaði Wenger snemma því hann átti flug til Rómar þar sem hann átti að stýra liði í góðgerðarleik.

,,Þegar ég var á flugvellinum var mér sagt að Welbeck væri að ganga til liðs við Tottenham. Ég náði að koma í veg fyrir það með því að vera í samningaviðræðum allan daginn,“ sagði Wenger í hlaðvarpsþættinum.

Seinna um daginn beið Wenger í röð í Vatíkaninu til þess að hitta páfann. Hann fór vísvitandi aftast í röðina til þess að eiga meiri tíma með umboðsmanni Welbeck í símanum.

,,Eftir að hafa talað við hann í dágóða stund sagði ég honum að ég gæti gæti ekki talað við hann lengur, ég stæði fyrir framan páfann og væri að fara hitta hann. Ég skellti á.“

Þrátt fyrir þessa atburðarás gekk Welbeck til liðs við Arsenal.

,,Ef ég hefði ekki verið að ferðast á þessum degi þá hefði Welbeck ekki komið til Arsenal. Ég hafði forskot á Tottenham því ég vaknaði klukkan 6 um morguninn og var laus allan daginn til þess að sannfæra leikmanninn,“ sagði Wenger í hlaðvarpsþættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“