fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
433Sport

Vekur furðu margra að Arnar sleppi við sóttkví – „Hvaða endemis þvæla er þetta?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifamenn í íslenskri knattspyrnu skilja ekki hvers vegna Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 árs landsliðs karla sleppur við sóttkví þegar hann kemur til landsins frá Lúxemborg. Arnar mun stýra A-landsliði karla í kvöld vegna aðstæðna hjá liðinu.

Allt starfsliðs A-landsliðs karla var sett í sóttkví í gær eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með COVID-19 veiruna.

Arnar mun stýra íslenska liðinu ásamt Davíði Snorra Jónassyni í kvöld gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Arnar var í Lúxemborg í gær þar sem U21 árs landsliðið vann góðan sigur. „Er það ekki óábyrgt af KSÍ að láta Adda sem var í Lúxemborg í dag stýra landsliðunu á morgun, stórefa að hann se kominn til Islands ? Hlýtur að þurfa að fara í skimun við komu í fyrrmalið og hvenær má hann þá hitta liðið sem hann á að stýra á morgun ?,“ segir Samúel Samúelsson formaður Vestra á Ísafirði á Twitter í gær.

Í landsliðsverkefnum eru undanþága frá sóttkví en þó aðeins má fara á hótelið þar sem liðið dvelur og á æfingar eða í leiki, fellur Arnar undir þessar reglur við komuna til landsins. Hann fer í skimun og ef veiran greinist ekki í honum hefur hann leyfi til að stýra liðinu klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld.

Þórir Hákonarson fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ er einnig hissa á því að KSÍ fari þessa leið eftir að smit kom upp í gær. „Hmm, hvað er að gerast með okkar tilmæli í hreyfingunni, Addi stýrði U21 til sigurs í Evrópu í dag og svo bara Laugardalur á morgun? Hvaða endemis þvæla er þetta,“ skrifar Þórir og fleiri taka undir orð hans og Samúels

Á meðan leikurinn fer fram verða Erik Hamren og Freyr Alexandersson í glerstúkunni á Laugardalsvelli og geta komið skilaboðum áleiðis á bekkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG
433Sport
Í gær

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil