fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Byrjunarliðið sem Hamren valdi úr sóttkví til að mæta Belgum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands hefur valið byrjunarlið sitt fyrir landsleikinn gegn Belgíu sem fram fer klukkan 18:45 í Laugardalnum.

Hamren situr í sóttkví eins og allt starfslið Íslands eftir að smit greindist í starfsliði landsliðsins í gær. Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson munu stýra liðinu í kvöld.

Belgar eru besta landsliðs í heimi samkvæmt lista FIFA en í hóp þeirra vantar Kevin de Bruyne, Eden Hazard og fleiri öfluga spilara. Hjá Íslandi vantar sex lykilmenn en Alfreð Finnbogason, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru meiddir. Þá eru Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir til sinna félagsliða.

Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon og Birkir Bjarnason eru að byrja þriðja leik sinn á sex dögum.

Birkir Már Sævarsson verður í bakverðinum og Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu. Hamren velur að spila 3-5-2 kerfið gegn Belgum.

Byrjunarlið Íslands 3-5-2.

Rúnar Alex Rúnarsson

Birkir Már Sævarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Ari Freyr Skúlason

Birkir Bjarnason
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson

Albert Guðmundsson
Jón Daði Böðvarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“