Föstudagur 21.febrúar 2020
433Sport

Kiddi Jak um umdeilda atvikið í stórleiknum í gær: Segir ákvörðunina rétta – ,,Sérstakt að hann hafi ekki tekið hana sjálfur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jakobsson, einn fremsti knattspyrnudómari sem Ísland hefur átt, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag í umsjón Hjörvars Hafliðasonar.

Þar var Kristinn á meðal annars spurður út í atvik sem átti sér stað í gær í leik Liverpool og Manchester United.

Í fyrri hálfleik var mark dæmt af Liverpool en það eru ekki allir sammála um hvort VAR hafi dæmt það rétt eða ekki.

Kristinn ræddi þetta atvik við Hjörvar í dag og segir að VAR hafi tekið rétta ákvörðun með dómaranum Craig Pawson.

Brotið var á David de Gea innan teigs áður en Roberto Firmino skoraði en það kom ekki að sök að lokum og vann Liverpool 2-0 sigur.

,,Ég held að þetta hafi klárlega verið rétt hjá þeim. Þegar De Gea er að fara upp í boltann til að grípa og handsama knöttinn með eðlilegum hætti þá finnst mér eins og það sé farið í hann áður en hann snertir knöttinn og þar af leiðandi nær hann ekki að handsama knöttinn með eðlilegum hætti,“ sagði Kristinn.

,,Það var rétt að dæma á þetta og mér fannst svolítið sérstakt að dómarinn hafi ekki tekið ákvörðun sjálfur frekar en VARið.“

,,Ef Pawson hefði ekki haft hjálp þá hefði hann tekið ákvörðun um að dæma á þetta því mér fannst brotið vera það augljóst.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi er ekki hissa og hrósar Ronaldo

Messi er ekki hissa og hrósar Ronaldo
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona væri staðan í deildinni án VAR

Svona væri staðan í deildinni án VAR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir að endurkoma Jóhanns sé um helgina

Staðfestir að endurkoma Jóhanns sé um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ighalo fær ekki að fara heim á sama tíma og aðrir

Ighalo fær ekki að fara heim á sama tíma og aðrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta eina leiðin til að stoppa Aguero? – Greip um skaufa hans

Er þetta eina leiðin til að stoppa Aguero? – Greip um skaufa hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bodø/Glimt staðfestir kaup á Alfons

Bodø/Glimt staðfestir kaup á Alfons
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mjög tómlegt í Manchester í kvöld

Sjáðu myndirnar: Mjög tómlegt í Manchester í kvöld
433Sport
Í gær

Tottenham í slæmri stöðu eftir tap heima – Atalanta skoraði fjögur

Tottenham í slæmri stöðu eftir tap heima – Atalanta skoraði fjögur