fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
433

Kristín Dís framlengir við Blika

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu út keppnistímabilið 2022.

Kristín Dís lék afar vel í hjarta varnarinnar í sumar og var lykilmaður í sterku Blikaliði. Kristín átti til að mynda frábæra leiki gegn Sparta Prag og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu þar sem Blikar komust í 16-liða úrslit.

Kristín Dís, sem verður 21 árs í sumar, er uppalinn Bliki og á að baki 100 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og hefur skorað í þeim 7 mörk. Hún lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki fyrir Augnablik árið 2015. Kristín Dís á að baki 29 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim 3 mörk.

Kristín Dís er nú í námi í Bandaríkjunum og mun spila með háskólaliði Tennessee í vetur en kemur aftur til landsins í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður næstdýrastur í sögunni

Verður næstdýrastur í sögunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Shearer segir aðeins tvö lið geta unnið Meistaradeildina

Shearer segir aðeins tvö lið geta unnið Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“
433Sport
Í gær

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool