fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Bálreiður Young strunsaði af æfingu til að komast til Inter

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 09:40

Ashley Young

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er búið að taka tilboði Inter í bakvörðinn Ashley Young. Kaupverðið er 1,5 milljón evra.

Young hefur viljað fara til Inter, félagið hefur sótt fast eftir þvi að fá hann. Young var að verða samningslaus hjá United og var í aukahlutverki hjá United. Félagið kaus að selja hann frekar en að missa hann frítt.

Ensk blöð segja frá því í dag að Young hafi verið með læti til að komast til Inter. Hann hafi meðal annars strunsað af æfingu liðsins á föstudag.

Young fundaði með Solskjær síðasta fimmtudag til að segja honum frá því að hann vildi fara, á föstudag var svo æfing þar sem Young var pirraður. Á miðri æfingu ákvað hann að rjúka inn.

Sökum þess var Young ekki í hóp í sigri United á Norwich og fær nú loks að fara til Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga