fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

3. deild: Reynir Sandgerði á uppleið

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 17:22

Mynd: Reynir Sandgerði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikir fóru fram í 3. deild karla í dag. Reynir Sandgerði stefnir hraðbyri í áttina að 2.deild en liðið vann KFG 1-4.

Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Reyni S. yfir á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðmundur Gísli Gunnarsson skoraði annað mark liðsins þremur mínútum síðar.

Magnús Sverrir var síðan aftur á ferðinni á 20. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Reynis. Strahinja Pajic bætti við fjórða marki liðsins á 25. mínútu.

Gunnar Helgi Hálfdanarson minnkaði muninn fyrir KFG á 46. mínútu en nær komust heimamenn ekki. 1-4 sigur Reyni S. staðreynd. Reynir S. er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, ellefu stigum meira en KFG sem sitja í 3. sæti deildarinnar.

Önnur úrslit í þriðju deildinni urðu þau að Höttur/Huginn vann Vængi Júpíters á útivelli 0-1. Álftanes vann Einherja í markaleik, lokatölur á Álftanesi urðu 4-3. Sindri og Augnablik mættust í lokaleik dagsins í 3. deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Sindra

KFG 1 – 4 Reynir S.
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson, víti (’16)
0-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson (’19)
0-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson (’20)
0-4 Strahinja Pajic (’25)
1-4 Gunnar Helgi Hálfdánarsson

Vængir Júpíters 0 – 1 Höttur/Huginn

Álftanes 4 – 3 Einherji

Sindri 2 – 1 Augnablik
0-1 Brynjar Óli Bjarnason
1-1 Robertas Freidgeimas (’41)
2-1 Ingvi Þór Sigurðsson (’59)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag