fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433

Jafntefli í botnbaráttuslag

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 14. september 2020 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta og Fjölnir áttust við á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Um sannkallaðan botnbaráttuslag var að ræða þar sem þessi tvö lið vermdu neðstu sæti deildarinnar.

Fjölnismenn komust yfir á 21. mínútu leiksins eftir mark frá Orra Þórhallssyni. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Fjölni.

Gróttumenn jöfnuðu á 64. mínútu þegar að Pétur Theódór Árnason skoraði sitt þriðja mark í Pepsi-Max deildinni í sumar.

Það tók þó Fjölnismenn ekki nema 2 mínútur að komast aftur yfir í leiknum. Brotið var á Grétari Snæ Gunnarssyni, leikmanni Fjölnis innan vítateigs. Jóhann Gunnarsson tók vítaspyrnuna og skoraði fram hjá Hákoni Rafni í marki Gróttu.

Þegar allt virtist stefna í fyrsta sigur Fjölnismanna í deildinni á þessu tímabili, ákvað Tobias Sörensen spilla gleðinni. Hann kom boltanum í netið á 84. mínútu eftir hornspyrnu Kristófers Orra Péturssonar.

2-2 jafntefli því staðreynd í þessum botnbaráttuslag. Fjölnir situr eftir leikinn í 12. sæti með 5 stig, 9 stigum frá öruggu sæti. Grótta er í 11. sæti með 7 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.

Pepsi-Max deild karla
Grótta – Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson (’21)
1-1 Pétur Theódór Árnason (’64)
1-2 Jóhann Gunnarsson (’66)
2-2 Tobias Sörensen (’84)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu