fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433

Jafntefli í botnbaráttuslag

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 14. september 2020 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta og Fjölnir áttust við á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Um sannkallaðan botnbaráttuslag var að ræða þar sem þessi tvö lið vermdu neðstu sæti deildarinnar.

Fjölnismenn komust yfir á 21. mínútu leiksins eftir mark frá Orra Þórhallssyni. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Fjölni.

Gróttumenn jöfnuðu á 64. mínútu þegar að Pétur Theódór Árnason skoraði sitt þriðja mark í Pepsi-Max deildinni í sumar.

Það tók þó Fjölnismenn ekki nema 2 mínútur að komast aftur yfir í leiknum. Brotið var á Grétari Snæ Gunnarssyni, leikmanni Fjölnis innan vítateigs. Jóhann Gunnarsson tók vítaspyrnuna og skoraði fram hjá Hákoni Rafni í marki Gróttu.

Þegar allt virtist stefna í fyrsta sigur Fjölnismanna í deildinni á þessu tímabili, ákvað Tobias Sörensen spilla gleðinni. Hann kom boltanum í netið á 84. mínútu eftir hornspyrnu Kristófers Orra Péturssonar.

2-2 jafntefli því staðreynd í þessum botnbaráttuslag. Fjölnir situr eftir leikinn í 12. sæti með 5 stig, 9 stigum frá öruggu sæti. Grótta er í 11. sæti með 7 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.

Pepsi-Max deild karla
Grótta – Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson (’21)
1-1 Pétur Theódór Árnason (’64)
1-2 Jóhann Gunnarsson (’66)
2-2 Tobias Sörensen (’84)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár