fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Smit í tveimur stórliðum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur tilkynnt að upp hafi komið kórónuveirusmit í liðinu. Barcelona á að keppa við Bayern Munchen á föstudaginn í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. The Sun greinir frá.

Ekki er búið að segja frá því hvaða leikmaður það er sem greindist með Covid-19 en líklega er það ekki meðlimur í aðalliðinu. „Leikmaðurinn er ekki með nein einkenni, er við góða heilsu og er í einangrun heima hjá sér,“ segir í tilkynningu Barcelona sem hefur tilkynnt málið til heilbrigðisyfirvalda. „Allir sem hafa verið með leikmanninum hafa verið raknir og látnir fara í skimun. Þá var leikmaðurinn ekki að neinu leyti með aðalliðinu sem á að keppa í Lisbon á föstudaginn.“

Í gær greindi franska liðið PSG einnig frá því að leikmaður í þeirra röðum væri með Covid-19. Sá leikmaður var einnig settur í einangrun. Hann var þó ekki hluti af liðinu sem var nú þegar komið til Lisbon en PSG spilar þar við ítalska liðið Atalanta í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar