Sinisa Pavlica, sem þjálfar Samherja, er ósáttur við ásökun Guðjóns um að Samherji hafi hrækt á leikmann Skallagríms. Þetta er ekki rétt, þetta er bara kjaftæði,“ sagði Sinisa í samtali við Fótbolta.net í morgun. „Ef það er hrækt á einhvern þá færi viðkomandi til dómara strax og sýndi honum hrákann en myndi ekki bíða og fara á Twitter eftir leik.“
Þá segir Sinisa einnig að Samherjinn sem sakaður er um athæfið myndi aldrei gera neitt því líkt. „Sá sem er sakaður um þetta er síðasti maðurinn til að gera svona. Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl. Ég talaði við dómarann í morgun og hann heyrði ekkert frá Skallagrími um þetta atvik.“
Sinisa segist einnig hafa brýnt fyrir strákunum að passa sig vegna COVID-19. „Ég bað meira að segja markmanninn minn að hrækja ekki í hanskana sína til að minnka smithættu.“