fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Margrét hughreystir stelpuna sem fékk COVID-19 í síðustu viku: „Mér finnst þú hugrökk og töff pía“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 10:57

Margrét Gauja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 veiran er byrjuð að koma sér fyrir aftur í íslensku samfélagi en fjögur staðfest smit komu upp í síðustu viku og um helgina hjá Íslendingum.

Þrjú þessari tilfella tengjast íslenskum knattspyrnuheimi en tvær konur og einn karl hafa greinst með veiruna.

Fyrsta tilfellið sem kom upp var hjá leikmanni Breiðabliks. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð.

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valli

Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi skrifar þessari stúlku kveðju á Facebook um helgina. Margrét þekkir veiruna vel eftir að hafa glímt við hana í vetur, Margrét fékk mjög slæm einkenni af veirunni.

„Elsku þú, kæri leikmaður Breiðabliks! Þetta er ekki þér að kenna,“ skrifar Margrét Gauja í pistli sínum.

Leikmaðurinn bað um að fara í annað próf og Margrét hrósar henni fyrir það „Þú átt þakkir fyrir að stíga fram og biðja um annað test. Mér finnst þú hugrökk og töff pía.Vonandi færðu vægu útgáfuna en farðu vel með þig, hann er óútreiknanlegur þessi vírus.“

Elsku þú, kæri leikmaður Breiðabliks!
Þetta er ekki þér að kenna.
Þú átt þakkir fyrir að stíga fram og biðja um annað…

Posted by Margrét Gauja Magnúsdóttir on Saturday, 27 June 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu