fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rúrik samdi um starfslok í Þýskalandi og gaf lítið eftir – Kemur hann til Íslands?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 12:51

© 365 ehf / Eyþór Rúrik Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason hefur samið um starfslok við Sanhdausen í Þýskalandi. Frá þessu sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.

Rúrik hefur ekki spilað með Sandhausen eftir að deildin fór af stað á nýjan leik og mátti ekki mæta til æfinga.

Deilurnar snérust um launalækkun sem Sandhausen ákvað einhliða á launum Rúriks. Samningur hans við félagið átti að renna út eftir nokkra daga en búið er að semja um starfslok.

„Rúrik þurfti lítið að gefa eftir, hann hafði ekki mikinn áhuga á leiðindum. Hann er laus eins og hann grínaðist með í samtali við mig þá er hann atvinnulaus,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Hjörvar sagði frá því að uppeldisfélag Rúriks myndi bjóða honum að koma heim en litlar sem engar líkur eru á að þessi 32 ára gamli leikmaður semji við HK.

„Hefur átt ótrúlegan feril. Ég veit að HK mun bjóða honum samning, þetta er þeirra leið til að sýna honum að hann sé velkominn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur