Undirbúningur Arsenal fyrir endurkomuna í ensku úrvalsdeildinni var ekki auðveld en staðest kórónuveirusmit kom upp í herbúðum félagsins.
Einn leikmaður Arsenal greindist með veiruna fyrir rúmri viku síðan og hafði hann verið í návígi við tvo samherja sína. The Athletic segir frá.
Arsenal lét prófa þessa leikmenn aftur nokkrum dögum síðar og þá virtist ekkert smit vera í leikmanninum sem áður hafði greinst.
Félagið taldi því að prófið hefði ekki verið rétt og þurfti að bíða til þriðjudags í síðustu viku. Leikmennirnir þrír fóru þá í próf og enginn greindnist með veiruna. Leikmennirnir gátu því æft degi fyrir leikinn gegn Manchester City í síðustu viku.
Arsenal hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eftir endurkomuna, fyrst gegn City og síðan gegn Brighton um helgina.