fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Var með milljarða samning við Adidas en ímynd hans er sögð slæm í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil fær ekki nýjan samning við Adidas en hann hefur í sjö ár verið með samning við þennan þýska risa.

Özil fékk samninginn árið 2013 þegar hann var að ganga í raðir Arsenal og fékk hann 22 milljónir punda í vasann. 3,7 milljarðar íslenskra króna fyrir að spila í Adidas takkaskóm og koma fyrir í auglýsingum.

Ímynd Özil í Þýskalandi er ekki góð í dag, stuðningur hans við Erdogan forseta Tyrklands varð til þess að baulað var á hann í heimalandinu.

Özil hætti að spila með þýska landsliðinu eftir HM í Rússlandi árið 2018 og skömmu síðar ákvað Mercedes Benz að rifta samningi við hann.

Samningur Özil gildir út júní en Adidas mun ekki framlengja hann og þarf Özil því að leita að nýjum framleiðanda en áður lék hann í Nike skóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer